miðvikudagur, janúar 31, 2007

Hreyfingarskýrsla janúarmánaðar

Eitthvað fékk þessi mánuður snubbóttann endi hvað limaburðahreyfingar mér til heilsubótar varðar. Samkvæmt opinberum tölum eru 31 dagur í janúar og af þeim stundaði ég annað hvort ræktina eða fótbolta í 15 af þeim dögum. Þetta er annar hvor dagur sem hefur farið í eitthvað sprikl og ætti það að teljast alveg frambærilegt. Mánuðurinn fór reyndar af stað með þvílíku starti að annað eins hefur varla sést. En tvær helgarferðir (Köben & Akureyri) ásamt einu stykki af hálsbólgu gerðu óneitanlega sitt til að draga meðaltalið niður.

Hananú, febrúar handan hornsins og eitt er ljóst að hann kemur ekki til með að byrja vel hvað þetta varðar því heilsan er ekki alveg að gera sig. En ég verð að ná a.m.k. 50% árangri það er á hreinu. Helst eitthvað rúmlega.

KOMA SVO...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

20 dagar í febrúar í sprikl er algjört lágmark....

KOMA SVO