þriðjudagur, janúar 30, 2007

Svo sárt

Heyrði í útvarpinu áðan viðtal við einhvern læknir sem sagði að það gæti verið talsvert varhugavert fyrir hjartveika að horfa á og lifa sig inn í spennandi handboltaleiki eins og hafa verið í gangi síðastliðnu daga. Þótt maður átti von á spennu í dag í 8-liða úrslitunum á móti Dönum þá var maður ekki tilbúinn í þetta. Ég vona bara að hinir hjartveiku hafi verið að horfa á eitthvað allt annað.

Hvernig er hægt að leggja þetta á litla eylandið hérna norður í ballarhafi að falla út með þessum hætti fyrir gömlu kúgurunum, sem hafa alltaf litið á okkur sem auma sveitadurga með hor? 41-42 eftir framlengingu! Þeir skjóta sláinn inn, við stönginn út! Þetta er rétt sem Snorri Steinn sagði eftir leikinn, þrátt fyrir sín 15 mörk út 18 tilraunum þá sá hann bara ekkert jákvætt við þennan leik. Þú tapar í 8-liða úrslitum á HM með sigurmarki andstæðinganna á síðustu andartökum framlengingarinnar, þetta verður ekki mikið verra. Og fyrir helv... Dönum í þokkabót.

En við eigum þó þetta helv... land þeirra.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meðaumkvunin og "þarna-sérðu-við-erum -betri" allstaðar og innan fjölskyldunnar líka - hvers á ég að gjalda, for helvede, en leikurinn var spennandi.
Þú verður að leyfa konunni að komast í tölvuna líka, hún er alveg hætt að blogga.
Mange hilsner
Erla

Nafnlaus sagði...

Nóg af tölvum á heimilinu, þetta er spurning um eitthvað annað. Bloggstemmingu kannski.