miðvikudagur, júní 03, 2009

Meistari Maldini

Ekki ætlunin hér að lofsyngja leikmenn úr erlendum félagsliðum sem ég held ekki með en ég gat nú ekki annað en hugsað aftur þegar ég heyrði af því að Paolo Maldini var að leggja skóna á hilluna, á 41. aldursári. Þrátt fyrir að maður sé nú ekki alveg nógu tengdur ítölsku deildinni sökum sýningarleysis á þeim bolta á þeim stöðvum sem ég kaupi, þá fylgist ég nú alltaf með eins og hægt er og ég man varla eftir ítalskri knattspyrnu öðruvísi en með karlinum í búningi AC Milan. Man eftir því þegar hann spilaði með hinu unga liði Ítala á EM 1988 og hann var langflottasti bakvörðurinn sem hljóp um túnin græn, hafði m.a. þau áhrif að á tímabili vildi maður helst verða bakvörður og þá eins öflugur og Maldini. Það fór víst eitthvað öðruvísi.

Kveðjuleikurinn á heimavelli var víst ekki nógu öflugur, 3:2 tap á móti Roma þar sem Totti skoraði sigurmarkið undir lokin og einhverjir bjánar á pöllunum sýndum Maldini víst ekki alveg þá virðingu sem karlinn átti skilið. En hann fékk sigur núna um helgina á útivelli í Flórens, í sínum síðasta leik. Einhversstaðar heyrði ég að Milan ætlaði að leggja nr 3 honum til heiðurs og ekki nota það aftur nema ef sonurinn kæmist að hjá klúbbnum. Enginn pressa þar.

Snillingur, algjör snillingur.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Mikill meistari þarna á ferð... Ég hef by the way hitt hann og fengið eiginhandaráritun hjá kappanum.

En hann var gríðarlegur leikmaður og þó að manni sé ekkert sérstaklega hlýtt til Milan þá hef ég alltaf fýlað Maldini. Hann er næstum jafn svalur og Giuseppe Bergomi ;)

gunni sagði...

Í Breiðablik í gamla daga voru þeir sem ekki voru nógu góðir til að spila sókn, settir í vörn.

Í 5. flokki var ég vinstri kantur. Í 4. flokki vinstri bakvörður, og í 3. flokki fór ég bara í sveit.

Nafnlaus sagði...

Góður Gunni!