fimmtudagur, desember 10, 2009
Skólalok
9. desember er liðinn. Búinn að setja punkt fyrir aftan HR. Allavega kommu en punkt í bili, löngu bili.
Skólinn er sem sagt búinn og þetta diplómadæmi líklega komið í hús. Hættulegt að tala svona þar sem ég var bara að klára síðasta prófið í gær og hef vitaskuld ekki fengið niðurstöður úr því. Held að þetta hafi samt gengið alveg þokkalega.
Þessi síðasti kúrs var klárlega með stífasta vinnuálaginu, stórt verkefni og maður er búinn að vera frekar lítið heima hjá sér síðustu vikur. Ef maður á að tína til eitthvað jákvætt við það þá hefur maður séð heldur lítið af sjónvarpi og hef lítið heyrt af Icesave og tengdum málum.
Núna ætla ég bara að chilla takk fyrir, held að ég eigi það alveg skilið. Gaman að geta komið heim eftir vinnu og þess háttar. Grunar reyndar að sumir fjölskyldumeðlimirnir séu sáttir við endalokin á þessu, eða ég vona það a.m.k.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju gamli
Skrifa ummæli