mánudagur, september 20, 2010

Fín helgi bara

Helgin var nokkuð góð bara.

Á laugardeginum var uppskeruhátíð knattspyrnudeildar ÍR. Aðallega verið að veita viðurkenningar í yngri flokkum félagsins og endað svo með grilli. Við áttum núna tvo fulltrúa á svæðinu. Logi Snær fékk svokallaða þátttökuviðurkenningu eins og allir krakkarnir í 8. flokk, og reyndar 7. flokkur líka ef út í það er farið. Skemmtilegt að sá sem afhenti honum verðlaunin er varnarnagli úr meistaraflokknum og sömuleiðis sonur kennarans hans Loga. Svona er heimurinn lítill í Breiðholtinu.


Ísak Máni var svo lánsamur að koma líka út með verðlaun, aðeins erfiðara þar sem ekki er verið að dæla út þátttökuviðurkenningum á alla þegar menn eru komnir upp í 5. flokk. Hann fékk háttvísisverðlaun 5. flokks og fékk þennan forláta bikar upp á það.


Svo var nú bara chillað, við Ísak Máni kíktum á restina af síðasta leik sumarsins hjá ÍR, útileikur á móti Þrótti. Þar voru menn líka að fylgjast með úrslitum úr öðrum leikjum og á einhvern ótrúlegan hátt klúðruðu frændur okkar úr efra, Leiknir, því að koma sér upp í úrvalsdeildina. Get ekki sagt að ég hafi grátið það neitt sérstaklega, að „stolt Breiðholtsins“ hafi gert upp á bak. Lét samt fá orð flakka yfir þeirri staðreynd, við erum jú sko svo háttvís á þessu heimili.

Ég tala nú ekki um 3:2 sigur Manchester United á Liverpool og þrennuna hans Berbatovs.
Fyrsta þrenna leikmanns rauðu djöflanna á móti Liverpool síðan Stan Pearson gerði það 1946. Hver man ekki eftir því?

1 ummæli:

Gulla sagði...

Flott hjá strákunum og til hamingju.

Jú þetta var sko grátlegt með Leikni.