mánudagur, janúar 31, 2011

Boltahelgi

Helgin var nettur bolti. Ég eyddi þremur tímum í Smáralindinni á laugardeginum en fór bara inn í tvær búðir sem hlýtur að vera eitthvað met. Hvar er boltinn í því? Jú, KKÍ var með einhverja hátíð í kringum 50 ára afmæli sambandsins í Vetrargarðinum. Þar var búið að setja upp nokkrar körfur og gestir og gangandi gátu chillað þar inn á milli leikmanna sem spila í efstu deild karla og kvenna. Ísak Máni og Andri Hrafn, félagi hans, voru þarna í góðum gír á meðan ég fylgdist með úr fjarlægð og gúffaði í mig afmælisköku með reglulegu millibili og fékk það sömuleiðis staðfest sem mig hafði alltaf minnt, Coke Zero er ódrekkandi viðbjóður. Þriggjastiga skotkeppni og Solla striða á kantinum, eðalstöff.


Á sunnudeginum var Ísak Máni að keppa í Póstmótinu í körfubolta, þ.e. fyrir hádegi en eftir hádegið átti hann að mæta í æfingaleik upp á Leiknisvöll í Baráttuna um Breiðholt, Leiknir - ÍR. Fallega liðið í Breiðholtinu rúllaði því upp og Ísak Máni á því enn eftir að lúta í gras fyrir Barcelona-wanna-be-inu á ferlinum. Það var því hægt að glotta út í annað yfir þessari ömurlegu veggskreytingu þarna í félagsheimilinu þeirra sem fer alltaf jafnmikið í mig.


Logi Snær var á þessum tíma með mömmu sinni upp í Egilshöll því þar var 7. flokkurinn að spila æfingaleik við Val. Þar eru menn enn bara slakir hvað úrslitin varðar, bara gaman að spila bolta. Sem er besta mál.

Daði Steinn? Hann fékk að fara upp í Mosó til ömmu og afa enda orðinn lasinn. Ekki í fyrsta sinn þennan vetur.

miðvikudagur, janúar 26, 2011

Óttarlegt bla er þetta

Vakna.

Kem mannskapnum út úr húsinu.

Vinna.

Ræktin ef ég nenni.

Heim.

Borða.

Horfi á handbolta eða finn mér eitthvað annað til dundurs.

Sofa.

Vakna.

Kem mannskapnum út úr húsinu.

Vinna.

Ræktin ef ég nenni.

Heim.

Borða.

Horfi á handbolta eða finn mér eitthvað annað til dundurs.

Sofa.

Vakna.

Kem mannskapnum út úr húsinu.

Vinna.

Ræktin ef ég nenni.

Heim.

Borða.

Horfi á handbolta eða finn mér eitthvað annað til dundurs.

Sofa.

Vakna.

Kem mannskapnum út úr húsinu.

Vinna.

Ræktin ef ég nenni.

Heim.

Borða.

Horfi á handbolta eða finn mér eitthvað annað til dundurs.

Sofa.

Vakna.

Kem mannskapnum út úr húsinu.

Vinna.

Ræktin ef ég nenni.

Heim.

Borða.

Horfi á handbolta eða finn mér eitthvað annað til dundurs.

Sofa.

fimmtudagur, janúar 06, 2011

Frestun jólaloka en samt flugeldasýning

Síðasti dagur jóla í dag. Venjan hefur verið að fara upp í Mosó á þessum tímamótum til að fylgjast með brennu og flugeldasýningu sem hefur yfirleitt verið af glæsilegri gerðinni. En ekki í kvöld.

Mælirinn í bílnum sýndi þegar verst var í dag -11 gráður. Rokið sem fylgdi með og nísti alveg inn að beini var heldur ekki að auka stemminguna. Fór svo að langflestum þrettándahátíðarhöldum var frestað á landinu, líka í Mosó.

Ég var alveg rólegur, þetta þýddi að við Ísak Máni gátum farið á ÍR - Keflavík í körfunni sem var í kvöld. Því miður fyrir okkur voru heimamenn niðurlægðir af gestunum sem settu upp hálfgerða flugeldasýningu. Saga tímabilsins so-far, og fallsæti staðreynd eftir leiki kvöldsins.

Flugeldasýningin í Mosó verður í staðin á sunnudaginn.

miðvikudagur, janúar 05, 2011

Hálf slakur eitthvað

Við Logi Snær fórum í bíó í kvöld, nýju Jack Black-ræmuna. Vinnan var að plögga einhverja forsýningu og við kíktum, Ísak Máni var ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessu og svo var körfuboltaæfing á sama tíma sem hann vildi ekki fórna. Ekkert sérstakt um þessa mynd að segja svo sem, fer nú ekki á spjöld sögunnar sem eitthvað stórvirki. Málið var hins vegar að hún er í þrívídd. Svona eftir á er ekki alveg hægt að skilja það, nema þetta trend að setja í þrívídd svo það sé ekki sama fjörið að bootlegga myndinni. Mér fannst eiginlega meira fjör að horfa á trailerinn af nýju Ice Age myndinni sem var sýndur á undan í þrívíddinni heldur en Jack og co. Svo fannst mér hálffurðulegt að glápa á þetta með gleraugum.

En það er ástæðan fyrir því að ég er búinn að vera klóra mér í hausnum í allan dag. Er þetta virkilega í fyrsta sinn sem ég fer á þrívíddarmynd í bíó? Ísak Máni flissaði mikið þegar við vorum að ræða þetta og þegar Logi Snær var spurður hvað hann hefði oft farið á þrívíddarmynd í bíó sagði hann bara: „Pabbi! Svona milljón sinnum.“

Þegar ég hugsa þetta þá hefur maður ekki verið að fara mikið í bíó síðustu misserin, ekki sá maður Avatar og hvað þetta heitir allt saman, en það hlýtur samt að vera einhver sem ég er að gleyma.

Verð að sofa á þessu.

þriðjudagur, janúar 04, 2011

Uppgjör aðgerðaráætlunnar 2010 og planið fyrir 2011

Mér sýnist áramótaheitin frá því í fyrra hafi gengið svona allt-í-lagi upp. Þessi aðgerðaráætlun var nú ekki löng eða djúpstæð en myndavélin hafðist í hús og stofan var máluð. Fjárans tannlæknaheimsóknin var nú ekki eins ítarleg og ráðgert hafði verið, aðeins gert við einhverja fyllingu. Spurning um að halda áfram að reyna á þessu ári. Formið á karlinum er svona la-la, kalt mat er að það sé hvorki betra né verra en á svipuðum tíma fyrir ári.

Ég ákvað samt að gera engan formlegan lista fyrir þetta ár. Leiddi þó hugann að því hvernig listinn hefði litið út ef sú hugmyndavinna yrði tekin alla leið. Gæti sett ýmislegt þarna inn, að ég yrði mér út um eitt stykki Canon 70-200mm f/2.8 linsu, tattoo-hugmyndin hefur komið og farið hin síðari ár, viðhaldið lífinu í bíldruslunni minni svo eitthvað sé nefnt. Alltaf átti að búa til einhvern fjölskylduljósmyndavegg hérna heima og svo er alltaf klassískt að sjá sjálfan sig fyrir sér pungsveittan í ræktinni. En sleppum öllum formlegum listum þetta árið, látum þetta meira bara ráðast...

...nema það að ég ætla til útlanda á árinu 2011, hvernig og hvert er óráðið. Hananú.

mánudagur, janúar 03, 2011

Ekki ætlað að verða

Árið er 1987 og jólin eru að ganga í garð, staðurinn er Sæból 46 í Grundarfirði. Ég man ekki hvort þetta voru fyrstu eða önnur jólin okkar í Grundarfirði en það var margt um manninn þarna eins og venjan var í Sæbólinu. Ekki get ég heldur nefnt eitthvað sem ég fékk í jólagjöf þetta árið en hins vegar man ég að Varði gaf einum fóstursyni sínum, sem var þá um tvítugt, bókina Íslensk knattspyrna 1987. Hann virtist þó ekki hafa mikinn áhuga á gripnum, annað en ég og hlutirnir atvikuðust þannig að í dag er þessi bók í skápnum hjá mér og var sú fyrsta sem ég eignaðist í þessum bókaflokki. Síðar keypti ég mér allar fyrri bækurnar, frá 1981-1986 og hef fengið þessa bók í jólagjöf frá mömmu í talsvert mörg ár. Á þær sem sagt allar og mun aldrei geta hætt að safna þeim, það er bara þannig.

Það er ekki aðalatriði þessa pistils. Heldur gleymdi ég því aldrei hvað mér, 13 ára maur, fannst yfirmáta svalt að í bókinni var listi yfir meistaraflokk Grundarfjarðar (eins og önnur lið sem tóku þátt í Íslandsmótinu það árið) og m.a. nafn þessa fóstursonar hans Varða, hvað hann spilaði marga leiki og skoraði mörg mörk. Mér fannst þetta alveg geðveikt flott. Ég skoðaði þessa bók alveg í öreindir þessi jól og hugsaði með mér hvað það væri nú flott ef ég fengi nafnið mitt í þessa ritröð eitthvað árið. Það hittist nú þannig á að þetta var síðasta árið sem meistaraflokkur Grundarfjarðar tók þátt í Íslandsmótinu í talsverðan tíma. Fótboltaferillinn minn varð nú heldur ekki merkilegur, eitthvað spriklaði maður upp á Skaga eins og ég kom inná hérna um árið en takkaskórnir fóru svo að mestu leyti í dvala eftir að til Reykjavíkur var komið, a.m.k. keppnislega séð. Enda var maður kominn í önnur verkefni, skóli + vinna, kaupa sér íbúð og framleiða börn. Reyndar man ég eftir því að fyrrverandi skólafélagi minn frá Akranesi og núverandi meistaraflokksþjálfari kvennaliðs KR, Björgvin Karl, bjallaði í mig þegar ég var í Háskólanum og nýbúinn að ráða mig í vinnu hjá GÁP með skólanum. Hann vildi fá mig til að koma og spila með sér með Hvöt á Blönduósi, þeir voru í einhverjum markmannsvandræðum þá. Ég afþakkaði pent og líklega drap endanlega það litla sem var í gangi með knattspyrnuferilinn. Það var ekki fyrr en á síðari stigum að maður datt í utandeildarboltann með Tomma frænda og tókum við nokkur ár í því dæmi. Náðum meira að segja að endurvekja meistaraflokk Grundarfjarðar, svona á pappírunum a.m.k., og spiluðum tvö ár í Bikarkeppni KSÍ undir merkjum Grundarfjarðar. Sú þátttaka dugði mér þó ekki til að fá nafnið mitt í bækurnar góðu þar sem eingöngu er birtir liðslistar hjá þeim liðum sem taka þátt í Íslandsmótinu. Tommi fór þó alla leið í þessu og endurvakti þátttöku sveitaliðsins, sem hafði legið í dvala þarna síðan 1987, í Íslandsmótinu fyrir sumarið 2010. Ég gerði mér þó grein fyrir að þetta væri eitthvað sem undirritaður væri ekki að taka þátt í, þrátt fyrir að hafa fengið að spila tvo æfingaleiki með liðinu á undirbúningstímabilinu. Ég var ekki á staðnum til að taka þátt í neinum æfingum né heldur í neinu sérstöku standi fyrir svona dæmi. Nafn mitt kom því ekki í liðslistanum í þessari bók sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu núna þessi jól. Ég var búinn að finna það hjá sjálfum mér þegar ég fór loksins í 30+ með Fylki í sumar þar sem spilað er á hálfum velli og með lítil mörk að það væri alveg yfirdrifið nóg fyrir mig. Enginn biturð yfir þessu, sumt er einfaldlega ekki ætlað að verða.

Kjánalegt? Kannski, en ég hef alltaf haft hálfgaman að hafa þessa sögu svona í bakhöfðinu en núna fannst mér tilvalið að setja punkt fyrir aftan hana. Þó svo að maður hafi ekki komist á prentið þá komst ég þó á netið. Látum það gott heita.

sunnudagur, janúar 02, 2011

Springandi froskar í tíma og ótíma

Hvernig er það, hefur aldrei verið rætt um það að banna flugeldasölu beint til almúgans hérna á Íslandi? Get ekki sagt að ég muni eftir þessháttar umræðu. Fór svona að spá í þessu, hvað þetta er absúrt. Foreldrar að senda börnin sín út með eldspýtur, blys, froska og hvað þetta heitir nú allt saman. Ég þurfti að hvæsa á einhverja peyja sem voru að troða flugeldum inn í dekkjaróluna hérna út í garði og undanfarna daga hefur sprengjuvælið ómað í eyrum mér og mun væntanlega gera næstu daga. Las að það hefðu verið eitthvað af augnmeiðslum þessi áramótin, sem kemur svolítið á óvart þar sem mér finnst menn nokkuð duglegir að nota þessi hlífargleraugu. En það eru víst dæmi um að fólk hafi farið ansi illa út úr viðskiptum sínum við þessar græjur.

Ekki það, menn væru líklega að setja björgunarsveitirnar á hliðina með svona banni og hvaðan ættu þá að koma peningarnir? Víst lítið af varasjóðum hjá hinu opinbera þessa dagana.

Ég hef svo sem litlar hugmyndir um hvernig þetta er í öðrum löndum. Ég man þegar við eyddum jólum og áramótum út á Spáni fyrir einhverjum 20 árum þá þurfti hótelið að fá sérstakt leyfi til að sprengja upp nokkrum flugeldum, fyrir Íslendingana.

Ekki það að þetta sé að halda fyrir mér vöku, ekki nema í þeim skilningi ef ég sef ekki fyrir látum en svo slæmt hefur þetta ekki verið. Ég er þessi týpa sem finnst voðalega gaman að horfa á þetta en fæ lítið út úr því að kveikja sjálfur í. En þetta er væntanlega svo sterkt í þjóðarsálinni að margir myndi rísa upp á afturlappirnar ef svona umræða færi af stað af einhverri alvöru. Svo eru alltaf einhver túristagrey sem villast hingað til að sjá flugeldana. Og í viðtölum við þá segjast þeir flestir aldrei hafa séð annað eins.

Já, við Íslendingar.

laugardagur, janúar 01, 2011

Þessi áramót

Hinn hefðbundin krumpudagur, 1. janúar ár hvert, íþróttabuxur og fótboltasokkar eru málið á svona dögum. Algjör snilld að það var spilað í ensku úrvalsdeildinni í dag, mér finnst fínt að láta það svona malla yfir daginn án þess þó að maður sé endilega límdur við kassann. Það var aðeins kíkt út í garð, svona bara til að fá örlítið súrefni ofan í mannskapinn.


Vorum í Æsufellinu í gærkvöldi eins og hefð er orðin. Kalkúnn og saltkjöt og baunir eins og fylgir orðið þessari hefð. Þokkalegasta veður, a.m.k. heiðskýrt eins og þarf að vera þennan mikla sprengidag en kuldinn beit ansi hressilega í. Daði Steinn var nokkuð sprækur og þegar þreytan var farin að segja til sín var kappanum komið fyrir undir sæng, svona rétt áður en Skaupið byrjaði, og var svo selfluttur niður í Eyjabakka þegar fjölskyldan yfirgaf samkvæmið. Þar hélt drengurinn svo áfram að sofa, ekki flókið.