miðvikudagur, febrúar 29, 2012

Dagur til að blogga

Stemming að henda inn einum pistli hingað á þessu degi...
...að hluta til bara því dagurinn í dag er í dag.  Ég hef eitthvað klikkað á því fyrir fjórum árum.

Ástandið hérna heima búið að vera í frekar miklu tjóni.  Daði Steinn og Ísak Máni fengu báðir flensuna í byrjun síðustu viku, Ísak á sunnudeginum og Daði á þriðjudeginum og báðir lágu þeir í viku.  Daði Steinn fór loksins í leikskólann í dag eftir herlegheitin.  Mér tókst svo að leggjast sjálfur um síðustu helgi en mætti semiferskur til vinnu í dag.  Eins og það væri ekki nóg heldur skreið Logi Snær heim úr skólanum á miðjum degi í gær, kominn með pestina.  Hann fékk að fara upp í Mosó og er þar núna í góðu yfirlæti ef ég kannast eitthvað við Mosfellsbúa.  Sigga hefur siglt í gegnum þetta, mætir í sína rækt á ókristilegum tíma og lætur ekkert stoppa sig.  A.m.k. hingað til.

PAD verkefni mitt og Ísaks Mána gengur vel, mánuður tvö búinn og enn hefur ekki fallið úr dagur, með pest eða án pestar þá hafa menn látið sig hafa það.  Bættum nokkrum sekúndum við settin frá því í janúar, 1:05 mínúta og tökum svo 0:50 eftir stutta pásu.  Held að við þyngjum ekkert við í mars, þetta er tekur alveg í eins og er.

Engin ummæli: