miðvikudagur, mars 07, 2012

Loksins fækkun í stellinu

Er að margmassa áramótaheitinu frá því í fyrra, eða árinu þar áður.  Nógu mikið hefur þetta a.m.k. legið á mér síðustu ár.  Ég var sem sagt hjá tannsa í endajaxlatökum í dag, sem var náttúrulega alveg frábært.  Fyrir einhverjum árum reif þáverandi tannlæknirnn minn einn jaxl úr stellinu þannig að hinir þrír hafa fengið að lifa áfram, þangað til í dag.  Ákveðið var að taka þeim megin sem tveir voru eftir, hreinsa þá hlið en taka svo þann síðasta síðar.
Ég vissi ekki hvort ég var með meiri hnút yfir aðgerðinni sjálfri eða tilfinningunni þegar ég fengi að heyra hvað þetta myndi kosta.  Athöfnin sjálf gekk nú nokkuð vel, eiginlega betur en ég þorði að vona, þrátt fyrir að neðri jaxlinn hafi reynst hinn mesti harðjaxl og kostaði þeim mun meira ef ég skil þetta rétt.  Rúmur hálftími og svo var allt afstaðið.  Þá var bara að punga út fyrir herlegheitunum, 58.200 kr.  Núna veit ég a.m.k. að taxtinn á stofunni sem ég fór á, fyrir "tönn fjarlægð með skurðaðgerð - beinlæg að hluta" er 42.500 kr og "úrdráttur tannar með fulla beinfestu" er 15.700 kr.  Ekki skal svo gleyma að ég var búinn að mæta í einhverja forheimsókn með myndatöku o.s.frv. sem kostaði mig einhvern rúman 10.000 kall.
Búinn að panta tíma fyrir síðasta jaxlinn, eftir tæpa tvo mánuði.  Það verður að koma í ljós hvort það verður hefðbundinn úrdráttur eða skurðaðgerðarfjarlægðing, þetta verður alltaf 80.000 - 100.000 kall.  Ég reyni að hugsa ekki mikið um hvað ég hefði getað notað þessa peninga í annað skemmtilegt en menn hérna á heimilinu voru fljótir að tengja þetta við PlayStation 3.

3 ummæli:

The nurse sagði...

Hvað á svo að skipta á skurðsárinu eða???? Sendur heim með parkódín, það er ekki að spyrja að því !!

Tommi sagði...

Þetta er fyrirtaks linsa Davíð... hvað varstu að spá?

davíð sagði...

Þetta var Canon 1d Mark II boddýið sem ég sleppt að fá mér að því ég vissi að þetta var framundan.