fimmtudagur, apríl 04, 2013

Páskarnir

Höfum gjarnan haft þann sið að vera yfir páskana í Grundarfirði en höfðum reyndar tekið tvö síðustu ár annars vegar heima og hins vegar á Suðureyri.  Endurvöktum grundfirsku hefðina og skelltum okkur í sveitina þetta árið.  Loga Snæ (og reyndar okkur hinum líka) til mikillar furðu var snjór á pallinum hjá Eygló ömmu.  Það var þó tilefni til snjóhýsisgerðar, þótt magnið gæfi kannski ekki tilefni til neins stórhýssins.

Logi Snær og snjóhúsið
Annað var hefðbundið, páskaeggjaleit þar sem undirrituðum tókst að toppa felustaðina með því að teipa eggið hans Loga undir borðstofuborðið sem fannst eftir mikla leit og talsvert af vísbendingum.

Öll egg komin í leitirnar
Ég og risaeggið mitt