fimmtudagur, ágúst 21, 2014

Stjarnan - Inter 0:3

Garðabæjarklúbburinn var búinn að fara á kostum í frumraun sinni í Evrópukeppninni og voru komnir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.  Þar dróust þeir geng ekki minni mönnum en Internazionale frá Ítalíu.  Sigurvegara Meistaradeildarinnar frá 2010, reyndar var ekki kjaftur eftir frá þeim hóp og nafnalisti liðsins hefur oftar en ekki verið meira sexy.  Ætli Nemanja Vidic sem var að byrja sitt fyrsta tímabil með ítalska klúbbnum eftir mörg gæfurík ár hjá Man Utd, hafi ekki verið með þekktari nöfnum þarna.  Spenningur meðal almennra knattspyrnuáhugamanna á Íslandi var þó talsverður og þegar í ljós kom að í forsölunni meðal ársmiðahafa Stjörnumanna sem máttu kaupa ótakmarkað af miðum fóru einhverjir 6.000 miðar sem þýddi að eftir voru tæplega 4.000 sæti á Laugardalsvellinum þegar aðrir landsmenn fengu tækifæri til að versla sér miða.  Það þýddi ekkert annað en að vera klár í tölvunni þegar miðasalan á netinu hófst um morguninn og hafðist það með smá herkjum að næla sér í nokkra miða, alveg út í enda stúkunnar.  Enda seldist upp á rúmu korteri eða svo.

Ég náði miðum fyrir mig, Ísak Mána, Loga Snær og Nick, félaga hans Ísaks, alveg út við endann á annarri stúkunni.  Milt og gott veður og allt í toppmálum.  Mikið hefði ég nú viljað að þetta hefði verið mínir menn í Roma.  Kannski næst.

Góðir í stúkunni

Ég á endanum, hinir í mynd fengu víst ekki miða