föstudagur, desember 25, 2009

Skilaboð?

Aðfangadagur jóla í gær. Gekk nokkuð vel fyrir sig. Hinsvegar olli einn pakkinn (reyndar var hann tvískiptur) smá hugarangri. Allir hinir pakkarnir voru svona jólapakkar en þessi var aðeins öðruvísi, þ.e. þegar við vorum búin að opna hann. Svona meira ef-ég-væri-að-gifta-mig-pakki.

Veit ekki alveg hvaða skilaboð tengdó er að senda.
„Hérna er gjöfin sem ég er búin að ætla gefa ykkur þegar þið mynduð dröslist upp að altarinu, nú bíð ég ekki lengur en þið megið alveg drífa nú í þessu.“

Nammivélin í Nettó

Velti því fyrir mér á þessari síðu fyrir nokkrum árum (djö... hljómar þetta kempulega) hvort hinn almenni ungviður sem væri að stunda íþróttir væri frekar að horfa til þeirra efnislegu gæða sem afreksmenn í íþróttum eru oft aðnjótandi, meira heldur en það andlega kikk sem kæmi við það að sigra í kappleikjum eða skara fram úr á sínu sviði.

Logi Snær kom til mín eftir að hafa verið að horfa á þátt í seríunni um Atvinnumennirnir okkar með eldri bróðir sínum og tilkynnti mér að Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður með meiru, væri sko flottur gaur. Hann ætti risastórt hús með sundlaug út í garði sem væri með rennibraut. Einnig ætti hann marga bíla og svona prik til að nota á grænu borði (snookerborð) og tölvuleikjatæki og nammivél eins og er í Nettó. Ástæðan? Hann fær svona mikla peninga fyrir að spila fótbolta.

Illa hefur gengið að fá Loga til að nýta orku sína í einhverja íþróttatengdar æfingar. Spurning hvort ég gæti notað þetta sem hvatningu?

„Ef þú ferð á æfingar og verður rosalega duglegur að æfa þig þá getur þú mögulega keypt nammivélina í Nettó...“

fimmtudagur, desember 24, 2009

Beðið eftir jólum

Styttist í þetta, búið að redda því mesta sem þurfa þykir. A.m.k. var jólasteikin komin í hús, þá hlýtur þetta að vera komið langleiðina.



Það er þá lítið annað að gera en bara chilla og bíða eftir að blessuð klukkan slái sex.

föstudagur, desember 11, 2009

Týndi sonurinn snýr heim

Allen Iverson snéri heim til Philly á dögunum eftir 3ja ára fjarvera í tómu rugli. Grét hjartnæmum gleðitárum á blaðamannafundi og allt í gangi en toppstykkið á karlinum hefur nú alltaf verið hálftæpt. Sixers liðið hefur nú verið í tómu rugli það sem af er tímabilinu, tapað 11 leikjum í röð og þar af tveir eftir að kóngurinn kom aftur.

Held samt að hann sé búinn með sitt besta, enda fær kappinn líklega ekki meira en samning út tímabilið. Vona reyndar að ég hafi rangt fyrir mér í báðum þessum atriðum. Svíður enn svolítið tapið í úrslitunum 2001 á móti Lakers, unnu fyrsta leikinn í framlengingu en töpuðu svo næstu fjórum og áttu í raun lítinn sjéns. Eftir það hefur Iverson ekki komist nálægt hringnum góða.

Engin djúpstæð ástæða fyrir þessum skrifum, fékk bara netta gæsahúð þegar karlinn var kynntur í sínum fyrsta leik á móti Denver:

fimmtudagur, desember 10, 2009

Skólalok


9. desember er liðinn. Búinn að setja punkt fyrir aftan HR. Allavega kommu en punkt í bili, löngu bili.

Skólinn er sem sagt búinn og þetta diplómadæmi líklega komið í hús. Hættulegt að tala svona þar sem ég var bara að klára síðasta prófið í gær og hef vitaskuld ekki fengið niðurstöður úr því. Held að þetta hafi samt gengið alveg þokkalega.
Þessi síðasti kúrs var klárlega með stífasta vinnuálaginu, stórt verkefni og maður er búinn að vera frekar lítið heima hjá sér síðustu vikur. Ef maður á að tína til eitthvað jákvætt við það þá hefur maður séð heldur lítið af sjónvarpi og hef lítið heyrt af Icesave og tengdum málum.

Núna ætla ég bara að chilla takk fyrir, held að ég eigi það alveg skilið. Gaman að geta komið heim eftir vinnu og þess háttar. Grunar reyndar að sumir fjölskyldumeðlimirnir séu sáttir við endalokin á þessu, eða ég vona það a.m.k.