mánudagur, nóvember 14, 2005

Systkinafréttir

Helginni lokið og það fór aldrei að það yrði ekki eitthvað fréttnæmt sem gerðist þessa helgina. Jóhanna og Elli fengu viðurkenningu fyrir gistiheimilið hjá sér, skelltu sér í bæinn og tóku í spaðann á Stullu Bö og allt. Þau eru að gera gott mót.

Svo hringdi Villi bróðir í mig og tjáði mér að hann væri búinn að segja upp hjá Háskólanum í Reykjavík og væri að snúa aftur til starfa hjá fyrrverandi atvinnurekanda sínum. Neibb, ekki var það Egils Ölgerðin eins og back in the 80´s heldur er kappinn að snúa aftur til Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Jebb, karlinn er að fara aftur til Namibíu! Og þetta er bara að bresta á, hann og Tinna Rut fara út núna um áramótin en ætli restin af fjölskyldunni fari ekki út síðan næsta sumar, spurning með Dagmar. Þetta er greinilega allt frekar óljóst og verður greinilega spilað af fingrum fram. Fjölskyldan tók rúntinn í Grundó á laugardeginum til að tilkynna mömmu þetta og meira að segja Dagmar fór með en það gerðist líklega síðast þegar þau tóku rúntinn til að tilkynna um komu Rúnars Atla í heiminn. Þannig að mamma veit núna að þegar öll fjölskyldan kemur ofan af Skaga með Dagmar í för þá er von á sprengju :)

Ég hef aldrei dottið í þennan gír að búa erlendis, en Villi er náttúrulega búinn að vera meira og minna í þessum pakka síðan 1988 eða 1989 og Jóhanna býr á Suðureyri við Súgandafjörð sem er svona eiginlega útlönd. Ef þetta er þangað sem hugurinn stefnir stökktu þá af stað, lífið er of stutt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hihihi það er frábært að búa á Suðureyri, Davíð minn þú ættir að prófa að koma í heimsókn yfir hávetur.......