Kannski er ég að gera þvílík mistök að birta eftirfarandi sögu. Kannski verður Jóhanna systir brjáluð. En þetta er bara svo fyndið. Og aulalegt.
Sagan er sú að hún rekur gistiheimili á Suðureyri við Súgandafjörð og eitt sumarið komu Svisslendingar sem urðu svona rosalega hrifnir af landi og þjóð. Núna um daginn fékk hún sent frá þeim eitthvað rosalega flott súkkulaði sem hún hélt ekki vatni yfir. En einn hluti af súkkulaðipakkanum var stílaður á stelpu sem var að vinna hjá henni þetta sumar en býr núna á Ísafirði. Ég heyri nú á Jóhönnu að hún var eitthvað að vandræðast með að koma pakkanum til þessarar stelpu, hún var greinilega eitthvað að mikla þetta fyrir sér. Kemur þá upp úr kafinu að þessi stelpa eignaðist barn núna í lok síðasta árs, eignaðist myndarlega litla dömu og allt í góðu með það. Henni er síðan gefið nafn, Solveig Amalía og fljótlega eftir það fer Jóhanna inn á barnalandssíðuna hennar og ákveður að skrifa í gestabókina og dásamar þetta nafn. Eða ekki alveg því henni tókst að klúðra þessu algjörlega og kallaði barnið Sigrúnu Amalíu! Þetta er náttúrulega alveg skelfilega fyndið, þ.e. svo lengi sem maður lenti ekki í þessu sjálfur. Þessi yndislegu mistök má sjá hér. Þetta verður fyrst almennilega fyndið þegar maður sér þetta með eigin augum.
Jóhönnu leið eitthvað asnalega með þetta allt saman en ákvað svo að hringja í þessa stelpu og segja henni frá súkkulaðinu og boða sig í heimsókn, svona bara til að koma með þetta svissneska gull. Ef commentið í gestabókina var ekki nógu mikið klúður þá ákvað þessi yndislega systir mín að ganga alla leið og lét út úr sér í þessu símtali: “Ég verð svo líka að kíkja á hana Sigrúnu…”
miðvikudagur, mars 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég trúi þessu ekki uppá þig... Að þú skulir birta þetta á opinberum vef OMG !!!
www.barnaland.is/barn/40780/album/279431/img/20060221213112_4.jpg
Hér má sjá mynd af mér og Sigrúnu :)
Já, svona er nú það. Eins gott að það er bara til eitt eintak af þessari vestur á fjörðum...
Segi ekki annað...
Bwahahahahaha þú ert of grófur Davíð
Skrifa ummæli