mánudagur, mars 06, 2006

FORZA ROMA

Þetta er fótboltapistill. Fannst réttast að aðvara þá sem finnst tíma sínum eytt í eitthvað annað betra.

Þennan pistil ákvað ég að skrifa þann 26. febrúar sl., en þó ekki fyrr en ákveðnum kafla lyki í ítalskri knattspyrnusögu, sem gerðist svo núna á sunnudaginn en þá lauk sigurleikjahrinu AS Roma. Eftir 11 sigurleiki í röð gerði liðið jafntefli núna á sunnudaginn við Inter en það er nýtt met í ítölsku deildinni.



Forsagan er að fyrir þetta tímabil áttu þrjú lið met yfir fjölda sigurleikja í röð í ítölsku deildinni: Juventus (1931-32), AC Milan (1950-51) og Bologna (1963-64) spiluðu 10 sigurleiki í röð. Eftir vægast sagt brösuga byrjun á tímabilinu hjá mínum mönnum þá duttu menn í gírinn og tóku við að vinna hvern leikinn á fætur öðrum. Maður var farinn að svitna svolítið þegar farið var að tala um að þetta met gæti mögulega verið slegið. Sérstaklega þegar ég reiknaði það út að 11. leikurinn yrði á móti erkióvinunum í Lazio. Svo hafðist það að jafna þetta met með 10. sigurleiknum í röð, á móti Empoli, en sá sigur kostaði því gulldrengurinn Totti meiddist alvarlega í leiknum og er víst tæpur varðandi HM í sumar. Ég var með hnút í maganum fyrir Lazio leikinn, alveg viss um að þessum fasistum myndi takast að að eyðileggja þetta fyrir mér. En það tókst, 2:0 fyrir Roma og sigurvíman var algjör. Totti fagnaði á hliðarlínunni og Di Canio labbaði niðurlútur af velli, 26. febrúar 2006 verður minnst með gylltu letri í ítalskri knattspyrnusögu.

Auðvitað vonaðist maður að hægt væri að bæta aðeins við metið í næsta leik á móti Inter. Vorum 1:0 yfir þegar einn mesti pappakassi Ítala, Marco Materazzi, jafnaði leikinn á 90. mínútu og úrslitin urðu 1:1, ekki tókst að landa 12. sigurleiknum. Fúlt að fá á sig jöfnunarmark svona seint í leiknum en samt sem áður, metið er okkar og ég hef enga trú á því að það verði tekið af okkur í bráð.

Hérna í lokin eru sigurleikirnir 11:

21. desember 2004 - Chievo 4:0
8. janúar 2005 - Treviso 0:1
15. janúar 2005 - AC Milan 1:0
18. janúar 2005 - Reggina 3:1
22. janúar 2005 - Udinese 1:4
29. janúar 2005 - Livorno 3:0
4. febrúar 2005 - Parma 0:3
8. febrúar 2005 - Cagliari 4:3
12. febrúar 2005 - Siena 0:2
19. febrúar 2005 - Empoli 1:0
26. febrúar 2005 - Lazio 0:2

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Matarrassi af öllum mönnum... yndislegt hehehe

Nafnlaus sagði...

Ég nennti sko ekki að lesa þetta

Davíð Hansson Wíum sagði...

Ég bjóst ekki við því Jóhanna, þú gast a.m.k. skoðað myndina

Nafnlaus sagði...

Þótt ég nenni nú ekki að lesa þetta allt, þá verð ég nú að segja að þú og Sigga eiga flotta fótbolta stráka

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri nú að blogga