Tók nettan Lýð Oddsson á þetta. Þið vitið, Lottó-auglýsingarnar. Gúgglaði nafnið mitt og er búinn að vera að fara í gegnum þetta en sökum vinnu (ólíkt Lýð) hef ég nú ekki enn komist í gegnum blaðsíðu 1. Ég hef ekki fundið borg í Tyrklandi sem ber mitt nafn en hinsvegar fann ég þessa þvílíku snilld, útvarpstöð frá Macomb í Bandaríkjunum sem heitir Wium FM 91.3! Hversu kúl er það? Er búinn að prófa að stilla inn en það er yfirleitt eitthvað leiðindar blaður í gangi. Áður en ég tapaði mér og sendi meil þangað til að komast að því hvort ég ætti einhverja ættingja þarna sem hefðu mögulega stofnað stöðina þá róaði ég mig niður og reyndi að komast að því hvers vegna í ósköpum þessi útvarpsstöð bæri þetta fallega nafn og ég tel mig hafa svarið á reiðum höndum. Þessi stöð er í eigu Western Illinois University sem er staðsettur þarna í Macomb og ef maður tekur fyrsta stafinn úr þessum orðum færðu WIUM. Algjör Sérlákur. Áhugasamir geta hlustað hér.
Spurning um að undirbúa heimsókn þangað.
fimmtudagur, mars 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Davíð í alvöru áttu þér ekkert líf ???
Held ég verði nú að taka undir með henni Jóhönnu núna... þetta er orðið skuggalegt.
Iss, þið eruð bara öfundsjúk...
Skrifa ummæli