þriðjudagur, ágúst 28, 2007

2OLEGEND

Mikill snillingur lagði skóna á hilluna í dag en ekkert hægt að segja við því í sjálfu sér, erfið meiðslasaga og lítið annað fyrir hinn 34 gamla framherja en að láta gott heita. Er núna óendanlega þakklátur fyrir að hafa séð kappann setja tvö mörk í leik á móti Newcastle í október í fyrra. Man líka eftir því þegar ég fór á Man Utd - Portsmouth í febrúar 2005 þá kom kappinn, sem þá var meiddur, út á völlinn í hálfleik til að draga í einhverju happdrætti og ég vissi ekki hvert mannskapurinn ætlaði. Hefði verið þak á kofanum þá hefði það rifnað af. En vitaskuld verður hans alltaf minnst fyrir sigurmarkið í meistaradeildinni 1999, þetta framkallar gæsahúð í hvert einasta skipti.

„...and Solskjaer has won it!"


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú verður Fergie að taka fram veskið og splæsa í einhvern. Eigum við að benda honum á Val??? Hann er nú kominn með 6 mörk í íslensku utandeildinni... Efri deild skilurðu.

Nafnlaus sagði...

Solskjaer????? ofmetinn