Vegna vinnu minnar er ég talsvert í matvörubúðum og stundum kemur það fyrir að fólk heldur að ég sé starfsmaður í viðkomandi búð, allt í góðu með það. Ég lenti hinsvegar í því um daginn að upp að mér vatt sér ítölsk hjón og voru eitthvað að reyna að biðja mig um að aðstoða sig. Gekk frekar illa því að þau töluðu greinilega hvorugt ensku en ég nappaði næsta „alvöru“ starfsmanni og fól honum það verkefni að aðstoða þau.
Hvert er ég að fara með þessari sögu?
Væri svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér nema vegna þess að tveimur dögum áður, á nákvæmlega sama stað í nákvæmlega sömu búð komu til mín ítölsk hjón, ekki talandi á enska tungu, og báðu mig um aðstoð með eitthvað, ekki sama hlutinn reyndar en samt rosalega furðulegt. Mér varð svo mikið um þetta að ég áttaði mig ekki á því hvort þetta var sama fólkið.
Þetta hlýtur að segja mér að ég verði að fara skrá mig á þetta ítölskunámskeið sem ég er alltaf á leiðinni í.
þriðjudagur, september 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli