sunnudagur, apríl 12, 2009

Páskadagur

Páskarnir hafa liðið þokkalega hérna. Brutum reyndar aðalhefðina en hérna hefur verið venjan að fara í Grundarfjörðinn og eyða páskunum þar. Það var því svolítið skrítið að fela eggin og borða í Eyjabakkanum en það var allt í góðu. Þeim, þ.e. tveim elstu, er farið að sakna fjörðsins enda talsvert síðan síðast. Það verður að bæta úr því í næsta mánuði, þegar sólin verður kominn hærra á loft.

Reyndar þarf ekki að kvarta yfir sólarleysi hérna þessa daga, ekkert hret og mannskapurinn hefur náð að dunda sér undir beru lofti. Logi Snær ákvað reyndar að næla sér í nokkrar auka hitakommur og er búinn að vera í hálfgerðu móki í dag, honum hefur gengið eitthvað illa að hrista þessi veikindi úr sér. Annars allir góðir.

Sá 9 ára með egg númer 5 og sá 5 ára með egg númer 9

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á þetta ekki að vera öfugt sá 9 ára að fá egg númer 9 og sá 5 ára egg númer 5????
kv, Inga

Nafnlaus sagði...

Komdu sæll Davíð :) Var að tala við mömmu þína og hún sagði mér frá nýja prinsinum :)) Og lét mig vita af þessu bloggi , vissi það nú einu sinni , en var búin að gleyma slóðinni !! En ég ætlaði bara að óska þér og alri fjölskyldunni til hamingju með prinsinn :) Bara fallegur eins og hinir tveir :)) Og reyndar þið öll :) Vona að allt gangi vel , bestu kveðjur frá minni fjölskyldu ;) Sigga stóra systir !!!