sunnudagur, júlí 26, 2009

Á góðri stund 2009

Þá er fjölskyldan komin heim eftir hina árlegu góðu stund í Grundarfirði. Hátíðin frekar hefðbundið eins og síðustu ár, bara fínasta mál. Ísak Máni var mjög svo ánægður þegar hann frétti að félagi hans hérna úr næstu blokk ætlaði að mæta á tjaldsvæðið ásamt fjölskyldu sinni. Það fór svo líka þannig að þeir félagarnir hoppuðu og skoppuðu um allt pláss og stundum fékk Logi Snær að skottast með. Stundum ekki og það var stundum erfitt, svona þegar maður er bara 5 ára. Spurning hvernig þetta verður eftir svona 2-3 ár. Vill þá sá elsti ekki skottast eins og honum sýnist, sá næsti elta hann og sá þriðji elta nr. 2?

Þessi 5 ára stóð sig nú samt vel þegar hann tók í fyrsta sinn þátt í víðavangshlaupinu sem mamma hans og Ísak Máni hafa stundað síðustu ár. Þótt hann ræki lestina með mömmu þá skipti það ekki öllu máli, sérstaklega þegar menn voru kallaðir upp og fengu viðurkenningaskjal fyrir það að vera yngsti þátttakandinn þetta árið.

Þokkalegt veður, reyndar rigning á köflum á föstudagskvöldið og svo var kalt þegar sólin lét sig hverfa á kvöldin en það skipti litlu fyrir okkur, voru ekki í tjaldi.

Ég veitti því athygli að ég tók heilar 6 myndir þessa helgina, af sem áður var. En það hefur líka sitt að segja að ég man þegar ég var með myndasíðuna, blessi minningu hennar, þá fannst mér ég alltaf vera að setja inn sömu myndirnar á hverju ári. Skrúðgöngurnar alltaf svipaðar frá ári til árs með einhverjum áherslubreytingum, skreytingarnar sömuleiðis o.s.frv. Maður gæti bara smellt inn einhverjum myndum hérna frá síðustu árum og fáir tækju eftir því. En ætli maður birti ekki svona eins og 50% af afrakstrinum þetta árið:

Daníel Dagur og Ísak Máni í hlaupinu


Sigga og Logi Snær koma í mark


Logi Snær með viðurkenningaskjalið

1 ummæli:

Villi sagði...

Allir léttir á sér nema pabbinn?