3/5 hlutar fjölskyldunnar voru heima um síðastliðnu helgi á meðan 2/5 fóru í sveitina. Meirihlutinn fór á rúntinn niður í bæ og mættu á ferð sinni þar svona tveggja hæða „sightseeing“ rútu, fulla af túristum myndi ég giska á.
Ísak Máni: „Pabbi, getum við einhverntímann farið í svona strætó?“
Pabbinn: „Humm...“
Logi Snær: „Jáááááá, mig langar í svona strætó.“ Smá þögn en hann hélt svo áfram: „En við erum ekki einu sinni Pólverjar!“
Ég er að segja það, 5 ára er snilldaraldur.
þriðjudagur, september 15, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli