Skelltum okkur norður til Akureyrar um helgina. Jú, jú, Ísak Máni var að keppa, hvað annað fær okkur til að rífa okkur upp úr sófanum og þeysast um landið, körfubolti var það núna. Í þetta skiptið var einn-fyrir-alla-allir-fyrir-einn þema, þ.e. allir fjölskyldumeðlimir voru tjóðraðir niður í bílinn með aukaföt í tösku, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. Pöntuðum svefnpokapláss í tvær nætur fyrir fimm manna fjölskyldu hjá Hótel Jóhönnu og fengum rúmlega það. Fengum alla fjórðu hæðina útaf fyrir okkur og matur innifalinn. Greiddum fyrir það með einum Cocoa Puffs 690 gr pakka, sem við átum að mestu leyti sjálf, ekki slæmur díll það.
Körfuboltinn gekk svona upp og niður, fer svona eftir hvernig menn líta á það. Allir leikirnir þrír töpuðust en mínum manni gekk nokkuð vel. Ekki stór hópur sem fór norður og einhverja „lykilmenn“ vantaði svo aðrir í liðunu þurftu að stíga upp og skila af sér meiri ábyrgð. Menn læra bara af því.
Full mikill tími sem fer í það að keyra norður en var samt nokkuð auðvelt, hversu þversagnakennt sem það kann að hljóma. Drengirnir þrír stóðu sig allir vel í bílnum þrátt fyrir að enginn ferða-DVD spilari sé með í för. Menn verða bara að lesa og dunda sér og svo er iPodinn notaður til að slá upp partýi þegar þurfa þykir. Og allir komu heilir heim.
sunnudagur, nóvember 22, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli