Var ásamt Ísaki Mána út á sparkvellinum í Grundarfirði hérna áðan, fastir liðir eins og venjulega í sveitinni. Við vorum með annað markið en með hitt voru einhverjir 4 guttar á aldrinum 8-14 ára. Þeir voru í rólegri saumaklúbbsstemmingu og voru eitthvað að röfla um lífið og tilveruna en aðallega samt boltann. Voru þeir að spjalla um hetjurnar, Ronaldino, Puyol, Beckham og þessa karla en eitthvað fannst mér umræðan, sem ég komst ekki hjá að heyra, á hálfdöpru plani þar sem ég stóð þarna og skaut á Ísak Mána sem stóð í marki. Voru pælingarnar aðallega um það hversu mikið þessir ágætu menn væru að þéna fyrir störf sín á sínum sparkvöllum. Þessir guttar voru óþreytandi að umreikna þessar tölur sem þeir höfðu í kollinum og fundu þannig út hversu marga þúsund kalla þeir voru að hala inn per sekúndu eða hvað hver snerting í einum fótboltaleik skilaði þeim inn á reikningana sína.
Ég man eftir því þegar maður stóð á malarvellinum í Grundarfirði og lét sig dreyma um að vera í treyju nr. 10 á Old Trafford og vera að fullkomna þrennuna sína í 7:0 sigri Manchester United á Liverpool. Ég man hins vegar ekki eftir því að hafa tengt það við nýjustu týpuna af BMW eða önnur veraldleg gæði.
Kannski er það misminni hjá mér.
laugardagur, júní 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Fótbolti er leiðinlegur :(
Þetta er ekki spurning um fótbolta, heldur efnishyggju
Skrifa ummæli