laugardagur, febrúar 06, 2010

FC Grundarfjörður

Tekið af Fótbolti.net:

Æfingaleikur: KFK sigraði Grundafjörð

KFK 5 - 3 Grundarfjörður
1-0 Guðmundur Atli Steinþórsson
1-1 Hermann Geir Þórsson
2-1 Hafþór Jóhannsson
2-2 Almar Björn Viðarsson
3-2 Guðjón Ólafsson
3-3 Heimir Ásgeirsson (Víti)
4-3 Guðmundur Atli Steinþórsson
5-3 Guðmundur Atli Steinþórsson

KFK (HK 3) sigraði Grundarfjörð 5-3 í æfingaleik í Akraneshöllinni í gærkvöldi.

Bæði þessi lið munu spila í 3.deildinni í sumar en Grundfirðingar eru með að nýju eftir langt hlé.

Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði þrennu fyrir KFK í gær en hann misnotaði einnig vítaspyrnu í leiknum.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=86920#ixzz0fQu2qUcj


Maður varð þeim heiðri aðnjótandi að fá að taka þátt í þessum æfingaleik í gær sem markaði í raun upphaf þátttöku Grundarfjarðar í 3. deildinni í sumar. Smá hnútur í karlinum enda fyrsti 11 manna leikurinn hjá undirrituðum í einhverja 6 mánuði og að auki voru þeir ekki margir leikirnir sem ég spilaði síðasta sumar. Einnig var maður nú ekki alveg að þekkja öll þessi andlit sem voru í búningsklefanum.
Tap í fyrsta leik og þokkalega sáttur við frammistöðuna en svo sem aldrei sáttur við að fá á sig 5 mörk. En karlinn náði að verja víti, annars frekar slakt víti en það þarf víst að verja þau líka. Maður hafði því alveg mátt fá nafnið sitt í fréttina góðu.


Byrjunarliðið: Elinbergur Sveinsson, Hermann Geir Þórsson, Jón Frímann Eiríksson, Axel Freyr Eiríksson, Hrannar Már Ásgeirsson og undirritaður.
Heimir Þór Ásgeirsson, Ragnar Smári Guðmundsson, Ingi Björn Ingason, Tryggvi Hafsteinsson og Przemyslaw Andri Þórðarson.

Engin ummæli: