föstudagur, maí 14, 2010

New York #6?

Aftur klikkuðu LeBron og félagar í Cleveland á leið sinni að NBA-titlinum. Ísak Máni var ekki sáttur.

Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist í einhverri lengstu kjaftasögu síðari ára, það kitlaði enn frekar Gróu á Leiti þegar karlinn reif sig úr treyjunni í þann mund og hann var að yfirgefa völlinn. Það verður svo að koma í ljós hvort New York-treyja verður á einhverjum óskalistum hjá þeim elsta í haust ef fram fer sem horfir. Er Cleveland ekki hvort sem er ein mest „döll“ borgin í bransanum, annað en flestir vilja meina með Nýju Jórvík?



Svo er líka eitthvað sem heitir Reykjavík-New York á flugáætlunum, við erum ekki að tala um neitt sem heitir Reykjavík-Cleveland í beinu flugi held ég.

Engin ummæli: