Ég á enn eftir að taka viðskiptabankann minn fullkomlega í sátt eftir síðasta útspil þeirra sem hafði einhver áhrif á mig. Var staddur í íþróttahúsi í Keflavík í gærkvöldi, Toyota-höll þeirra Reykjanesbúa, en þangað held ég að ég hafi ekki komið áður. Þegar ég sest niður sé ég þessa risastóru auglýsingu þar sem þessi fyrrverandi þjónusta hjá viðskiptabankanum mínum er auglýst. Þetta er ekki lítið dæmi, einhverjir tugir fermetra af þessari einu auglýsingu. Mér var skapi næst að hringja í þjónustuverið hjá bankanum og láta einhvern heyra það, illilega. Fannst það reyndar svo til lítils, enda væntanlega enginn yfir-meðallagi-stjóri að svara í símann á þessum tíma, líklegra að ég lenti á einhverri stelpuhnátu sem væri að vinna með skólanum og gerði sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Þegar ég fór að reyna að finna einhverja gáfulega útskýringu á því hvers vegna þetta héngi þarna enn, einhverjum mánuðum eftir að klippt var á þessa þjónustu, þá komst ég að niðurstöðu. Ekki gáfuleg en þetta hlýtur að hanga þarna uppi bara af því að þetta er flott mynd með körfuboltaþema og á myndinni er leikmaður Keflavíkur. Samt, flott mynd eða ekki, markaðsdeild bankans er með allt niðrum sig segi ég.
Eða kannski var ég svona pirraður af því ÍR missti niður unninn leik í körfunni og töpuðu í framlengingu, oddaleikur hvorki meira né minna. Keflavík komst í undanúrslit en ÍR komið í sumarfrí. Það var hálffúl rútuferðin hjá mér og Ísak Mána heim þetta kvöld.
fimmtudagur, mars 24, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli