miðvikudagur, október 26, 2011

Í fyrsta sinn heill en ekki hálfur

Það færist til bókar að í dag var fyrsti fótboltaleikurinn hjá Ísaki Mána á velli í fullri stærð. Drengurinn kominn upp í 4. flokk en hefur ekki getað mætt mjög skipulega á æfingar sökum þess að hluti þeirra skarast á við önnur verkefni, körfubolta og píanó. Hann spilaði sem miðvörður, bara hann og markmaðurinn sem spiluðu allan tímann en ég held að þjálfarinn, sem var búinn að gefa það út fyrir leik að allir myndu hvíla eitthvað, hafi bara gleymt honum. Skemmtilegt tilviljun að mótherjarnir í þessum leik, sem spilaður var á gervigrasinu hjá ÍR, var Valur. Áhorfendurnir fengu eitthvað fyrir allan peninginn, 11-3 heimasigur. Ekki slæmt í fyrsta heilavellisleik.

Engin ummæli: