þriðjudagur, júlí 31, 2012

Á góðri stund í Grundarfirði 2012

Við skelltum okkur í fjörðinn um helgina, maður getur ekki látið sig vanta á bæjarhátíðina.  Fullt hús af fólki hjá mömmu, við öll fimm + Jóhanna og co + Gulla og Rúnar Atli.  Það er hægt að segja með réttu að mönnum hafi verið staflað en allt hafðist þetta.  Frábært veður og stemmingin flott.
Við erum að tala um sundlaugina, sólpallurinn á Smiðjustígnum, víkingaspilið kubb í garðinum og grillið fullt að funheitum kolum.
Svo voru hefðbundin hátíðarhöld, stemmingin niður við höfn og öll sú skemmtidagskrá sem henni fylgdi.  Menn buðu að meira að segja upp á heilt varðskip svona til að poppa þetta upp.  Bættu við í jöfnuna einum fótboltaleik sem fór vel, pylsuvagn með framandi útfærslum á matseðli og berjamó, bara svona til að taka þetta alla leið og þá er erfitt að sjá hvernig eigi að toppa þetta.

Ísak Máni og Logi Snær í blíðunni
Daði Steinn orðinn efnilegur „kubbari“
Grundarfjörður - Víðir 4:1
Íþróttaálfurinn gagntekinn af Mikka ref

Engin ummæli: