föstudagur, desember 21, 2012

Skottúr á Snæfellsnes og tónleikar

Tók bíltúr í Stykkishólm á föstudaginn fyrir viku.  Körfubolti hjá börnunum, hvað annað?  Ísak Máni að spila í bikarkeppni KKÍ í Stykkishólmi með 9. flokknum hjá ÍR.  Í fyrsta skipti að spila í Stykkishólmi og einnig að spila í bikarkeppni KKÍ í fyrsta sinn.  Skemmtilegt að það hafi hitt á fæðingardaginn hjá afa hans.  Leikurinn sjálfur gekk nú ekki alveg nógu vel en það er bara svoleiðis stundum.
Man ekki hvort ég hef minnst á það á þessum miðli en ég held ég geti sagt að keppnisþátttaka mín í körfubolta hafi hafist og lokið í þessu húsi, þ.e. með einum leik.  Það hlýtur að hafa verið eitthvað skóladæmi því það eina sem ég man að ég skoraði ekki körfu en fékk samt tvö vítaskot, það fyrra var air-ball en hið síðara rataði ekki niður þrátt fyrir einhvern dans ofaná hringnum.  Meira varðandi þetta man ég ekki.
Við höfðum nú ekki tök á því að stoppa í firðinum fagra í þessari ferð þar sem þetta var bara farið fram-og-til-baka, plús að við Ísak Máni vorum með þjálfarann og tvo aðra leikmenn með okkur í bílnum, veit ekki hvernig þeir hefðu tekið í heimsókn til Eygló ömmu.  Það verður að vera bara næst.

Jólatónleikar svo hjá Ísaki Mána á laugardeginum en að öðru leyti rólegt bara.

Endað svo sunnudaginn á jólatónleikum Baggalúts í Háskólabíói, þar lék ég hlutverk Tinnu Rutar sem sá sér ekki fært að mæta á skerið þessi jólin frá Kanada en Villi og co höfðu verslað miða fyrir hana.  Ég veit ekki í hve mörg ár þeir hafa haldið jólatónleika en þetta var alla vega í fyrsta sinn sem ég fer.  Skemmti mér vel, enda drengirnir alveg með þetta og stemmingin fín.  Aldrei að vita að maður skelli sér að ári verði það í boði, gæti alveg séð Loga Snæ í góðum gír svona aðeins eldri.  Prógrammið var þétt hjá þeim, jafnvel einhverjir slagarar sem hljómuðu ekki.  Ég saknaði mest þessara tóna:

Engin ummæli: