laugardagur, ágúst 31, 2013

844-7546

Það er ekkert rosalega langt síðan Frumburðurinn fékk gemsa, rétt tæp tvö ár og honum fannst ferlið við að fá það samþykkt af foreldrunum frekar langt og þungt.  Samkvæmt því plani hefði Miðjan því átt að bíða til ársins 2016, ef eitthvað réttlæti væri í þessu.  En ef þið vissuð það ekki þá er lífið ekki réttlátt og Logi Snær fékk síma í dag.  Til að reyna að réttlæta þetta eitthvað þá fékk hann reyndar ekki nýjan síma, heldur gamlan Nokia samlokusíma sem mamma hans átti á lager en það var farið og splæst í númer handa drengnum.  Mömmunni er farið að kvíða svolítið fyrir skutla-og-sækja-pakkanum núna í vetur en samkvæmt plani á Miðjan að vera í bæði í körfubolta og fimleikum, á nokkrum mismunandi stöðum í borginni.  Það verður að segjast að drengurinn á það til að vera svolítið týndur í því sem tengist tíma og rúmi og þetta á að vera liður í því að einfalda hlutina.  Við sjáum hvað setur. 
En samkvæmt þessari þróun, að hver fái síma þremur árum fyrr en sá á undan, þá mun Daði Steinn fá sitt númer eftir tvö ár, við 6 ára aldurinn.  Ég skal hundur heita ef svo fer, hann hlýtur að verða á svipuðum slóðum og Logi Snær.

Engin ummæli: