miðvikudagur, júlí 05, 2017

Logi Snær í körfuboltabúðum á Spáni


Logi Snær skellti sér til Spánar í körfuboltabúðir þetta sumarið.  Forsagan var sú að Borche Ilievski, þjálfari meistaraflokks ÍR og reyndar tveggja annarra yngri flokka, var með alþjóðlegar körfuboltabúðir í litlum bæ á Spáni, Amposta, sem er ekki svo langt frá Barcelona.  Alþjóðlegar já, en stór hluti af þessum 70-80 krökkum sem voru þarna, voru frá Íslandi og stærsti einstaki hópurinn kom frá ÍR, 23 strákar.  En þjálfarateymið var svo alþjóðlegt.  Búðirnar voru frá 23.-30.júní en hópurinn fór út þann 21. og kom aftur 31. júní.
Við vorum ekki alveg viss hvort við ættum að senda hann í þetta, þar sem þetta var á sama tíma og Skagamótið hans Daða og svo vorum við ekkert rosalega spennt fyrir því að fara þarna út til að „hanga“ í spænskum smábæ í rúma viku.  En það var úr að hann fékk að fara en út með strákunum fór flott fararstjórateymi og sömuleiðis eitthvað af foreldrum.  Logi var reyndar í yngri kantinum af þeim sem fóru og sá yngsti sem fór foreldralaus.  Hann var t.d. ári yngri en þegar Ísak Máni fór foreldralaus á körfuboltamót til Gautaborgar hérna um árið.

Þetta var mikið prógramm, vaknað snemma til æfinga og dagskráin var yfirleitt löng.  Eftir að hyggja var þetta aðeins of langt en hann var sáttur við allt og farastjórarnir báru honum mjög vel söguna.  Gerði sér lítið fyrir og tók sigurverðlaun í 1-á-1 meðal þeirra yngri.  Hópurinn náði svo lokadeginum í Barcelona þar sem kíkt var á Nou Camp völlinn og kíkt í eitt moll, sem Loga fannst nú ekki leiðinlegt þar sem hægt var að kaupa eins og 2 skópör.

En mikið ósköp var hann þreyttur þegar heim var komið, alveg búinn á því greyið.

Brottför á Keflavíkurflugvelli



Logi Snær og Erik




Heildarhópurinn

Hópurinn frá ÍR


Ívar, Erik og Logi

Menn sprækir að huga að heimferð


Engin ummæli: