mánudagur, nóvember 28, 2005

Silfurmaðurinn og gullkálfurinn sonur hans

Jæja, þá er Ísak Máni búinn að slá mér við. Hann er núna búinn að takast það sem karl faðir hans hefur ekki ennþá tekist á sínu frekar dapra knattspyrnuferli, og tekst varla úr þessu, en strákurinn er búinn að vinna sinn fyrsta bikar. Held að undirritaður eigi þrjár silfurmedalíur fyrir Héraðsmótið innanhús back home, sem komu þrjú ár í röð.

Málið er það að á laugardaginn var 7. flokks knattspyrnumót í Reykjaneshöllinni þar sem ÍR sendi inn lið. Í raun sendi ÍR 4 lið, a, b, c og d. Eldri árgangurinn var í a og b liðunum og yngri árgangurinn var í c og d. Ísak Máni var í c liðinu eða spænsku deildinni eins og það var í raun kallað. ÍR áttu Stjörnuna í fyrsta leik og höfðu 4:0 sigur, Njarðvík í næsta leik sem vannst 2:0 og loks voru Keflvíkingar teknir í karphúsið, 6:0. Þetta þýddi einfaldlega að riðilinn vannst með markatöluna 12:0 og guttinn minn í vörn. Þá tóku við undanúrslit á móti Víkingum sem fór 0:0 en þar sem ÍR-ingar höfðu betri árangur í riðlinum sínum fengu þeir úrslitaleikinn við Grindavík. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en eftir venjulegan leiktíma var staðan 0:0 og því þurfti að framlengja. Þegar 10 sekúndur voru eftir þá skoruðu ÍR og bikarinn varð því þeirra.



Auðvitað er þetta alltaf spurning hvort það eigi að hafa bikarverðlaun í 7.flokki. Allir þátttakendurnir fengu verðlaunapening en svo fékk sigurliðið í hverri deild þennan bikar. Það var líka broslegt að með hverjum sigurleiknum þá æstust foreldrarnir án þess þó að einhver væri að missa sig þarna. En það var greinilegt að eitthvað var orðið í húfi þegar lítið písl í liðinu vildi fá að reyna sig í marki í undanúrslitaleiknum því þá var það snögglega umlað í hel og málið var dautt, liðið yrði óbreytt. En þeir stóðu sig allir vel og flott hjá þeim að spila í gegnum svona mót á þess að fá á sig mark. Það voru þreyttir en sælir drengir sem yfirgáfu Reykjaneshöllina loksins um kvöldmatarleytið eftir stífan fótboltadag.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður Ísak Máni
Til hamingju með glæsilegan leik

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með strákinn, en besta frænka í köben á líka gullpening :-)

Nafnlaus sagði...

Hvað meinarðu?? Vatnsberarnir eiga ennþá séns er það ekki? hehehehe