fimmtudagur, desember 01, 2005
Þessi eina sanna?
Það er sumt sem maður reiknar ekki með að lifi í 9 ár. Þegar ég sá hana fyrst þá leist mér vel á hana við fyrstu sýn og við fórum á afvikinn stað og létum reyna á það hvernig við ættum saman. Það gekk vel en ég bjóst samt aldrei við að við yrðum svona lengi saman. Það hafa verið fleiri eftir að ég hitti þessa en enginn hefur enst eins og hún. Stundum hefur gengið á ýmsu, stundum hef ég orðið þreyttur á henni og þá höfum við einfaldlega hvílt samskipti okkar en svo hef ég kannski rekið augun í hana aftur og þá höfum við endurnýjað kynnin okkar og allt var í blóma í einhvern tíma. Stundum hef ég sagt við mig að hún sé einfaldega orðin of gömul og skoðað hana í krók og kima til að finna einhver sjáanleg ellimerki á henni eða eitthvað sem myndi réttlæta það að ég léti hana róa sinn sjó en ekki haft erindi sem erfiði. Á næsta ári hefðum við átt 10 ára afmæli og ég var búinn að gera það upp með mér að þá myndi ég segja þetta gott hvað okkur varðar. Ég veit að ég hef sagt þetta áður en núna ætlaði ég að láta af því verða, 10 ár saman hefðu verið mikið meira en nóg. En hún dugði ekki svo lengi, loks kom að því að hún gat ekki meira. Það var komið gat á annan olnbogann og því gat ég gert það sem ég er búinn að hugsa svo lengi um en aldrei framkvæmt, ég gat hent bláu Levi´s skyrtunni minni sem ég keypti úti í Bandaríkjunum árið 1996. Get ekki neitað að það er smá tregi í gangi, ég held að það komi aldrei önnur eins og hún.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ég var farin að halda að þú værir að tala um mig elskan!
Ég var farin að halda að þú værir að tala um mig elskan!
Sorrý, ég vissi ekki hvaða takka ég ætti að ýta á svo ég ýtti óvart tvisvar á enter, en þetta er allt á kínversku hérna fyrir framan mig!
Ég var nú farinn að halda það líka. En þegar ég las lengra þá áttaði ég mig nú fljótlega að þú værir að tala um einhvern gamlann sokk eða íþróttahlíf eða ég veit ekki hvað og hvað. Skyrtan var það heillin.
Davíð minn þú verður að leita þér hjálpar....
hehehe... góður!
Skrifa ummæli