föstudagur, desember 09, 2005

Grundfirskir ökklasokkar

Ég var að hlusta á aðra hvora rokkstöðina núna í dag og það voru einhverjir snillingar í settinu hjá þeim og menn voru að ræða um skítapleis á Íslandi. Kom þá upp úr kafinu að einn þáttastjórnandanna var frá Ólafsvík og hófust miklar umræður um það. Vildi annar meina að það eina sem almenningur vissi um staðsetninguna á Ólafsvík, þ.e. þegar það væri búið að fatta að það væri ekki verið að tala um Ólafsfjörð, væri að þetta væri í 15 mín. akstursvegalengd frá Grundarfirði og klukkutími frá Akranesi. Ánægður með það ef það er farið að tengja Ólafsvík við Grundarfjörð en ekki öfugt.

Þessu alveg ótengt, alvöru karlmenn klæðast ekki ökklasokkum eða hvað þetta helvíti kallast. Ekki misskilja mig, dömurnar geta verið í þessu og verið sætar og fínar og allt í góðu en þar dreg ég líka mörkin. Jafnvel þó þeir séu í kvartbuxum, sem ganga svo sem alveg upp svona á heitum sumardögum, en ekki ökklasokkarnir, þá eru menn búnir að missa það og geta bara gengið í samtökin eða eitthvað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þá veistu hvað þú færð í jólagjöf frá mér

Nafnlaus sagði...

og af hverju ertu að pæla í öklasokkum á karlmenn ??????