sunnudagur, desember 04, 2005

Nýjar stellingar

Helgin að líða undir lok og eitt og annað að gerast. Haraldur og Kristín búin að fjölga mannkyninu, Hafrún Halla kom í heiminn á föstudaginn og allt í gekk vel hjá þeim. Nú verðum við að koma okkur í heimsókn og kíkja á litlu prinsessuna.

Annars er búið að vera brjálað að gera hjá mér og Siggu núna um helgina. Við höfum verið að gera það sem ekki var hægt áður nema alltaf á sama gamla þreytta staðnum og alltaf í sömu stellingum. Núna hins vegar gátum við verið að alla helgina út um alla íbúð, í sófanum, á borðstofuborðinu, í eldhúsinu, og jafnvel uppá þvottavélinni. Í raun hvar sem okkur datt í hug og snúið okkur eins og við vildum. Það var sem sagt verið að alla helgina og ég var bara farinn að hafa áhyggjur að ég fengi bara ógeð á þessu en alltaf var maður til í meira. Algjör lúxus að vera kominn með þetta þráðlausa net, núna er hægt að vera á netinu hvar sem er hérna heima.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oooohhh dabbi, þú ert svo tvíræður....

Nafnlaus sagði...

Hhahahahahahahahahaha

Nafnlaus sagði...

Hjálp, held hann sé alveg að tapa sér í blogginu!!!!!

Nafnlaus sagði...

Hjálp, held hann sé alveg að tapa sér í blogginu!!!!!