fimmtudagur, mars 02, 2006
Nýja myndavélin
Ég er enn drullufúll yfir myndavélaklikkinu út í London. Ömurlegt að eiga nánast engar myndir eftir svona ferð. Fór niður í Elko í dag með gripinn en var ekki alveg viss um hverju ég átti von á. Þóttist nú vera með allt á hreinu mín megin, var með nótuna, hafði ekki átt vélina í eitt ár og þegar hún var versluð var keypt einhver rándýr trygging. Gæinn sem kíkti á þetta var ekki að skilja af hverju vélin lét svona eins og hún lét. Fór svo að ég fékk bara nýja vél, sömu týpu og ég átti en eitthvað nýrra módel (verð að vísa í linkinn fyrir nánari lýsingar). Ég gekk út bara nokkuð sáttur en ég er samt fúll yfir myndunum sem ég hefði geta átt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hey ekki vera fúll, voru þetta ekki bara einhverjir leiðinda chelskíj menn sem að þú áttir séns á að taka myndir af. Nema kannski Gordon Banks, ég væri fúll yfir því..
Heyr heyr
Skrifa ummæli