mánudagur, apríl 17, 2006

Gubbandi stemming

Komum heim í Eyjabakkann núna um miðjan dag í dag. Var svona heldur tíðindalítil ferð, allt heldur hefðbundið þangað til að við áttum u.þ.b. 2 mínútur ófarnar. Við vorum stödd á rauðum ljósum ekki skammt frá Fálkabakka þegar fjörið byrjaði. Logi Snær tekur upp á því að æla þessi ósköp, gusast alveg upp úr greyinu. Við þarna föst í umferðinni, rétt hjá bílastæðinu heima og annað barnið hálffreðið í bílstólnum með ómelta hamborgarahryggsbita yfir sig allan. Sá eldri er rosalega viðkvæmur fyrir öllu svona og þegar lyktin berst um bílinn eins og eldur í sinu fór hann að kúgast líka sem endaði með einhverri smáspýju. Sigga gaf skipun um að opna alla rúður í bílnum á meðan við biðum eftir græna ljósinu. Ljósið kom loksins eftir heila eilíf og við reyndum að komast á bílastæðið heima hratt en örugglega. Þar var öllu draslað út úr bílnum og inn, börnunum, yfirhöfnunum, bílstólunum og öðru sem varð fyrir grundfirska hádegismatnum. Öllu sem möguleika var hægt að koma í þvottavélina fór þangað. Eftir að hyggja var þetta kannski besta tímasetning á svona atburði, fyrst þetta þurfti að gerast. Hefði ekki boðið í það ef Logi hefði tekið ákvörðun um að létta af sér á þennan hátt t.d. í miðjum Hvalfjarðargöngum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gubb.....

Nafnlaus sagði...

Já, svona gerist þegar maður borðar of mikið af góðum mat og nammi :-)