“Það er me-me haus að borða.” Sigga var að tilkynna Loga Snæ hvað væri í kvöldmatinn. Verð að viðurkenna að það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði þetta var að þetta væri náttúrulega nett klikkað uppeldi. Barnið tók þessu með jafnaðargeði en virtist ekki alveg vera að kaupa þessa hugmynd þegar hann virti fyrir sér þessum þjóðlega íslenska rétt.
Hann lýsti því samt yfir fljótlega, hátt og snjallt, að hann vildi komast frá borðinu án þess svo mikið að sem að hafa smakkað einn bita af Grákollu. Ísak Máni var alveg sáttur enda eldri og hefur meiri hugmynd um gang lífsins. Með herkjum tókst að fá Loga til að innbyrða 4 bita með kartöflumúsívafi. Hafði kannski sitt að segja að í eftirrétt var þjóðlegur amerískur réttur.
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hmm, hvar er myndin af henni Siggu að rífa í sig sviðahausinn, rófustappan lekandi út um bæði munnvik?
"Ég er alveg að springa en ætla samt að éta þetta auga" Þessi orð komu ekki frá karlmanni við borðið í gær.
Ben & Jerry´s klikkar ekki :)
Já me me hausarnir klikka aldrei og það er alltaf hægt að bæta á sig einu auga....þau eru jú með því besta...
Skrifa ummæli