Eins og einhverjir vita þá urðu Ítalir heimsmeistarar í knattspyrnu núna fyrr í sumar...(nei Jóhanna, þetta er ekki beint fótboltapistill svo þú getur lesið áfram)...en í vinnunni var haldið lítið veðmál þar sem menn áttu að giska á framgang liðanna í keppninni alveg frá riðlakeppninni til úrslitaleiksins og var öllu skilað inn vitaskuld fyrir fyrsta leik. Til að gera langa sögu stutta þá var ég sá eini sem giskaði á Ítali í fyrsta sæti og það dugði mér til að vinna keppnina.
Með því að taka þátt þá lagðir þú eitt stykki ölkippu undir sem sigurvegarinn fengi, sem sagt ÉG! Þetta var nú ekki alveg þannig að þegar ég kom úr sumarfríi væru tæplega 20 kippur á borðinu hjá mér, kannski sem betur fer því þótt mér þyki bjór fínn þá drekk ég ekki svo mikið af honum að líklega hefði talsverður hluti ölsins hreinlega runnið út á dagsetningu eða eitthvað. Niðurstaðan er sú að ég verð að versla í viðurkenndri vínbúð fyrir andvirði ölsins, rúmlega 21 þúsund. Ég get sem sagt verslað mér viský eða rauðvín í staðinn fyrir að fá bjór. Nú er bara spurning hvað kappinn gerir. Versla sér bjór fyrir allan peninginn? Held ekki. Kannski maður kaupi sér eitthvað eðalrauðvín svona bara til að eiga. Það fer ágætlega í hillu ekki satt? Verst að ég þekki varla eðalrauðvín frá kattarhlandi. Ætli sé hægt að kaupa eina flösku af viský fyrir 21 þúsund? Það færi vel í hillu.
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er alltaf talið flott að eiga góða flösku af koníak uppí skáp. Til hamingju með að vera svona klár að giska rétt á fótbolta eitthvað í HM
Skrifa ummæli