miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Upptekni sonurinn

Það er brjálað að gera þessa dagana, aðallega í einhverju tengdu Ísaki Mána. Í gær voru tónleikar upp í Breiðholtsskóla hjá þeim sem eru að æfa á hljóðfæri hjá henni Birnu tónlistarkennara en Ísak byrjaði aðeins að fikta í þessu í fyrra. Hann flutti tvö lög, Gamli Nói og Klukknahljóð og gerði það bara listavel, kalt mat. Hann var nú líka búinn að æfa sig talsvert undir þetta, aðallega undir styrkri leiðsögn móður sinnar. Síðan verða eiginlegir jólatónleikar núna á næstu vikum.



Í dag var síðan sundsýning hjá Ægir en hann er á sundæfingum 2x í viku upp í Breiðholtslaug, a.m.k. fram að áramótum hvað svo sem hann gerir eftir áramót. Þessi sýning var haldin í Laugardalslaug og það var margt um manninn, ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í og Ísak Máni svo sem ekki heldur. Hlutverk hans var að synda skriðsund alla 25 metrana í innilauginni sem er nú talsvert þegar menn eru vanir minni polli, að ekki sé talað um þegar þú nærð ekki til botns. En hann fékk nú fylgdarsvein úr eldri hópnum hjá Ægir sem gott var að grípa í þegar þreytan var að yfirbuga menn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur Ísak :-D

Nafnlaus sagði...

Hann var ekkert smá stoltur af sjálfum sér, enda mátti hann það alveg. Ég var líka að rifna úr stolti. Hann getur ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegir tónleikar og flott að geta synt 25 metra, haltu bara áfram Ísak minn, það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi

Nafnlaus sagði...

Hæ , Sigga W hér , vildi bara kvitta fyrir mig , með kveðju