Ég tel mig vera nokkuð frambærilegan í heimilisstörfunum, a.m.k. í einhverjum hluta þeirra. Ég er þó fyrstur til að viðurkenna að ég mun seint teljast duglegur með skúringarfötuna og að þurrka af er ekki eitthvað sem er mér ofarlega í huga. Hins vegar tel ég mig vera ansi öflugan hvað þvottavélina varðar og uppþvottavélina á ég með hurðum og gluggum.
Einu sinni sem oftar var ég að ganga frá í eldhúsinu eftir kvöldmatinn en konan var eitthvað að föndra inn í stofu og var með hamar í hönd. Hún kallar á mig og biður mig um aðstoð og vitaskuld sinni ég því kalli. Hins vegar varð Logi Snær ekkert sáttur við að sjá karl föður sinn inn í stofu og sagði: "Nei pabbi, þú vera inn í eldhúsi."
Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég snéri aftur inn í eldhús og hélt áfram að ganga frá matarleifunum á meðan hamarshöggin dundu frá stofunni.
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hehehehehehehe á Sigga þá smíðasvuntuna á heimilinu á meðan þú átt gula uppþvottahanska?
Hahahahahahahaaaaa
Það er greinilegt hver ræður á þessu heimili og spurning hvort þetta sé jafnréttið sem alltaf er verið að tala um. :-/
Skrifa ummæli