fimmtudagur, júlí 05, 2007

Framkvæmdarandleysi á kamrinum

Þá er nákvæmlega ár liðið síðan framkvæmdir á baðherberginu heima hjá mér hófust eins og talað var um hér við það tækifæri. Núna ári seinna eru við ekki enn búin að setja upp handklæðaslá og klósettrúlluhaldara, í raun erum við ekki einu sinni búin að versla þessa hluti. Það er alveg magnað hvað maður getur vanið sig á og hlutir sem virðast vera hluti af órjúfanlegri heild í lífsmynstrinu eru svo þegar á hólminn komið auðlifað án. Ég hef vanist því að klósettrúllan geti verið á 2-3 stöðum þegar ég þarf á henni að halda en svo lengi sem hún er í seilingarfjarlægð þá er ég sáttur.

En samt spurning hvort maður þurfi ekki að fara að taka sér taki og klára þetta mál?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hhehehehehe, ef ad hun er i seilingarfjarlaegd tha er thetta i godu.... Happy Skeinings og skal. San Miguel vinur minn bidur ad heilsa hic

Nafnlaus sagði...

Framkvæmdasemin alveg að fara með ykkur, humm... :-)