mánudagur, september 17, 2007

Í bíó

Fjölskyldan úr Eyjabakkanum fór í bíó í gær í fyrsta sinn öll saman. Þetta var fyrsta bíóferðin hans Loga og kappinn því nokkuð spenntur. Fyrir valinu varð vitaskuld að vera eitthvað við allra hæfi, þó aðallega drengjanna og fyrir valinu varð Ratatouille, um rottuna sem hafði ofurást á matseld. Maður var smá stressaður að Logi Snær myndi ekki að höndla þetta enda myndin í fullri lengd, smeykur við að hann gæti ekki haft hljóð allan tímann enda finnst honum ekki leiðinlegt að tala. Til samanburðar fór Ísak Máni á sína fyrstu bíósýningu á svipuðum aldri og Logi Snær er núna og sá þá Litla lirfan ljóta en hún var ekki nema 20-30 mínútur á lengd. Logi Snær var hinsvegar í fínum gír alla myndina með sitt popp og M&M, varð smá smeykur þegar Anton Ego, hinn grimmi veitingahúsagagnrýnandi, var að belgja sig en fékk þá bara að sitja hjá pabba.

Það komu sem sagt allir heilir úr þessu og spurning hvað verður fyrir valinu næst til að fara í bíó og horfa á „risastóra sjónvarpið.“

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hef trú á að þið skellið ykkur á einhverja sígilda ræmu eins og gone with the wind eða eitthvað álíka... Annars er frönsk kvikmyndahátið væntanleg, er nokkuð viss um að þið finnið eitthvað við hæfi þar. Ekkert undir þrem tímunum samt.

Nafnlaus sagði...

Ég þarf ekki lengur að fara í bíó, bóndinn búinn að fjárfesta þannig að nú höfum við yfir 300 rásir í sjónvarpinu og bráðum kemur risastóra sjónvarpið svo að strákarnir geti horft á fótboltann.....

Nafnlaus sagði...

Námsmannalífið... hið ljúfa líf.