sunnudagur, september 23, 2007

Rollur? Mínar ær og kýr

Ég og drengirnir skutumst vestur á föstudeginum, til Grundó nánar tiltekið. Gistum þar í eina nótt áður en stefnan var sett á réttirnar í Breiðuvíkinni á laugardeginum en þar upp í fjalli hafði Sigga haldið sig síðan á miðvikudaginn. Eitthvað fannst mér réttirnar frekar litlar og rólegar í umfangi enda eflaust varla svipur hjá sjón ef farið væri einhver ár eða áratugir aftur í tímann til samanburðar. Hægt gekk að koma verðandi stórsteikunum niður af fjalli og því þurftum við Logi Snær að dunda okkur í bílnum á meðan, enda skítakuldi úti. Þá var lítið annað að gera en að gera gott partí úr þessu og drengurinn kom sterkur inn. Náði meira að segja að koma inn frásögn um Eygló ömmu í millikaflanum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þvílík dásemd þessi drengur jemin eini hahahahhaaaaaa

Nafnlaus sagði...

Hehehehehe framtíðar Helgi Björns hérna á ferðinni

Nafnlaus sagði...

Snillingur þessi drengur :-)

Villi sagði...

Fyrir svona 10-12 árum fór ég í tónlistarverslun í Kringlunni. Á þeim tíma bjó ég erlendis og var yngri bróðir minn því bílstjóri. Eins og sönnum Íslendingi sæmir fór ég beint í íslensku plöturnar að leita að einhverju góðu til að fara með út í heim. Honum Davíð leist nú ekki meira en svo á þetta: „Djísis, verður maður svona á að búa í útlöndum? Hlustar á eldgamla íslenska tónlist...“ Ekki mjög imponeraður.

En hvað nú? Greinilega eru breyttir tímar. Skv. tonlist.is þá er „Húsið og ég (mér finnst rigningin góð)“ orðið 15 ára gamalt, en greinilega er mikið hlustað á þetta lag í Eyjabakkanum. A.m.k. kann yngri sonurinn þetta vel.

„Djísis Davíð,hlustar bara á eldgamla íslenska tónlist...“