laugardagur, september 15, 2007

Skómál drengjanna

Það að hnýta skóþveng sinn hefur reynst Ísaki Mána talsvert þungur lærdómur. Reyndar ekki alveg sanngjarnt að varpa þessu svona fram því maður hefur nú líklega ekki verið alltof öflugur við að hjálpa honum í að ná tökum á tækninni. Rámar í það þegar maður sjálfur var að nema þetta, sitjandi við eldhúsborðið á Hagamelnum með skó fyrir framan mig og hnýtti og hnýtti. Sem betur fer varð Ísaki Mána talsvert ágengt í dag, hann náði a.m.k. að framkvæma þetta nokkrum sinnum svona sómasamlega, reyndar með vakandi auga yfir öxlinni á sér en samt með eigin höndum. Nú er bara að taka næstu daga og sjá hvort hann nær ekki að ná fullum tökum á þessu. Það væri ekki verra.

Það er engin undankoma fyrir Loga Snæ úr þessu, í fótbolta fer strákurinn. Í dag fékk hann sína fyrstu alvöru takkaskó, skó sem pabbi hans rakst á einhverri útsölu og gat ekki staðist að kaupa eftir að þeir feðgar urðu sammála um að það væri rosasniðugt og rosanauðsynlegt að versla þessa skó. Skórnir eru reyndar aðeins of stórir en verða fínir næsta sumar og mögulega sumarið eftir það, fyrirhyggjan hjá karlinum er alveg mögnuð. Líklega má þó deila um þörf drengsins fyrir takkaskó næsta sumar en samt...

Ég geri mér þó grein fyrir að hann hnýtir skóþvenginn ekki sjálfur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha ég man eftir þessu á Hagamelnum þegar mamma var að reyna að kenna þér að reima slaufu, eitthvað var ég ósátt við að þú mundir bara læra þetta en ekki ég....

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flottir gullskór...