fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Gestir.is

Það hefur verið mikið um gesti hérna síðustu daga og í dag varð engin breyting á. Það var nú samt frekar óvenjulegur gestur ef svo má segja. Logi Snær á góðan félaga í leikskólanum, hann Óðinn, og um daginn fékk Logi Snær að fara heim með honum eftir leikskólann. Forsaga var nefnilega sú að Óðinn á eldri systur sem er reyndar í bekk með Ísaki Mána og hún var alltaf að fá einhverja vini heim. Óðni fannst þetta hrópandi óréttlæti og fór að nefna það að hann þyrfti nú að fara að fá einhverja vini sína í heimsókn. Logi Snær fór s.s. til hans um daginn og nú var kominn tími á að Óðinn fengi að koma til Loga.


Þetta gekk nú svona stórslysalaust fyrir sig, voru svolítið eins og villuráfandi sauðir á milli þess sem að þeir gleymdu sér í einhverjum leikjum. En ekki hægt að ætlast til að menni kunni þetta alveg upp á 10, vinaheimsóknir hljóta að krefjast svolitlar reynslu eins og annað.

Engin ummæli: