Stundum eru lítil atriði svo kostuleg að þau bjarga alveg deginum hjá manni. Minnir endilega að ég hafi einhvern tímann séð auglýsingu á einhverri erlendri rás þar sem þessar aðstæður voru leiknar. Örugglega bjórauglýsing.
Vegna vinnu minnar var ég staddur í matvörubúð hér í bæ á dögunum og var að tala við unga konu sem vinnur í búðinni, sem ég hef oft talað við og ekkert fréttnæmt við það í sjálfu sér. Þegar samtali okkar er lokið er ég að rölta einn hring í búðinni og er að virða eitthvað fyrir mér þegar ég heyri að einhver er að labba fyrir aftan mig og ég heyri rödd konunnar sem ég var að tala við áðan segja: "Fyrirgefðu, en ertu eitthvað upptekinn í kvöld?"
Ég sný mér við, hálffurðulegur, en sé þá mér til mikillar kímni að konan er í símanum. Hún sér greinilega að mér hafði orðið hálfhverft við og verður hálfvandræðaleg. Hún heldur samt ótrauð áfram framhjá mér og heldur áfram að tala.
Ég gat ekki annað en brosað. Þessi litlu atriði...
mánudagur, nóvember 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli