Ég er að byrja árið alveg á skjön við 90% af þjóðinni held ég. Í staðinn fyrir að reima á mig hlaupaskóna og rifja upp stillingarnar á hlaupabrettinu þá sagði ég upp líkamsræktarkortinu. Eftir að líkamsræktarstöðin mín ákvað að flytja í nýtt húsnæði og gera út á eitthvað spa-dæmi og lúxus þá ákvað ég að segja þetta gott. Mánaðargreiðslur mínar hefðu hækkað um einhver 40% og þar sem ég sá ekki kostina við að fá aðgang að einhverju kremsmyrjandi batteríi þá sagði ég sem sagt takk og bless.
Ekki það, ég hef nú ekki verið sá duglegasti að mæta síðustu mánuði og hef því meira verið í styrktarhlutverki fyrir þessa ágætu stöð og lagt mitt að mörkum fyrir fjarmögnun á þessum flutningum.
Ekki þýðir að leggjast í kör og eitthvað verður kappinn að gera í hreyfingarmálum. Reyndar er vinnan að flytja sínar höfuðstöðvar núna í lok mánaðarins og á nýjum stað mun verða einhver líkamsræktaraðstaða. Hvernig sú aðstaða verður veit ég ekki og hvenær hún verður sett af stað og því er best að tala varlega í þeim efnum og sjá hvað verður. Það verður eflaust efni í pistil á þessum vettfangi.
Það er þá spurning um að kaupa sér 3ja mánaðarkort í einhverri low profile stöð til að koma sér af stað. Eitthvað verður kappinn að gera ef menn ætla að sparka í tuðru í sumar, þ.e. sparka með einhverju viti.
laugardagur, janúar 12, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mín líkamsrækt er sú að fara út að ganga með barnavagn... er löngu komin í mína gömlu þynd... hey þú bara býrð til krakka og málið er dautt haha
Same old bara...
Skrifa ummæli