sunnudagur, febrúar 24, 2008

Helgin

Best að hripa nokkrar línur hérna svo smettið á Jóhönnu færist neðar.

Búið að vera þétt helgi, byrjuðum í skírnarveislu á föstudeginum hjá Haraldi og Krístínu en litli drengurinn þeirra fékk nafnið Hallsteinn Skorri.



Ísak Máni keppti síðan á körfuboltamóti í Smáranum á laugardeginum. Hann náði að setja körfu á móti KR og var helsáttur með það. Annað körfuboltamótið hans en hann skoraði ekkert á hinu fyrsta og það var eitthvað sem hann var ekki nógu sáttur með. Ég hafði reyndar ekkert séð hann í körfu síðan á því móti en það er greinilegt að hann er orðinn talsvert öflugri á þessum 4 mánuðum sem liðnir eru. Mamma hans fékk það verkefni að fara með honum, fyrsti leikur kl 08:30 en við Logi Snær chilluðum heima en komum síðar um morguninn og sáum síðasta leikinn. Svona hangs fer ekki alltaf vel í geðheilsuna á Loga Snæ en það er efni í annan pistil.



Um kvöldið hélt fjölskyldan síðan sitt eigið undankeppniseurovisonpartý með snakki, Ben & Jerry´s, ostum og vínberum svo eitthvað sé nefnt. Ég get ekki sagt að ég missi einhvern svefn yfir þessu en ekki annað hægt að fylgjast með.

Ég tók svo sunnudaginn með trompi, ef svo má segja og dreif mig upp í Þjóðarbókhlöðu með námsbækurnar á meðan konan var heima að þrífa, enda konudagur... Ég get ekki sagt að þessir klukkutímar upp í Hlöðu hafi verið spennandi. Loftleysið var ekki alveg minn tebolli og svo er búið að úthýsa nestisáti með öllu, ef maður hefði ætlað að éta nestið eftir lögum og reglum þá hefði ég þurft að fara út í bíl og nærast þar. En þar sem maður tók það ekki í mál þá var ekkert annað að gera en að taka sjénsinn og naga rúnstykkið á meðan ég var að lesa. Ekki ætlaði ég að fara inn á klósett og éta þar og ekki ætlaði ég að láta ræna mig í þessari kaffiteríu.

Meiri djö... vitleysan.

Engin ummæli: