Þessi vika er búin að vera algjört rugl. Var að skila seinna verkefni í skólanum núna síðasta miðvikudag og svo er prófið núna næsta miðvikudag. Það var svolítið stress með þetta verkefni, maður var að skríða heim í versta falli kl 02:00, og vinnudagurinn daginn eftir var ekki nógu spennandi. Einhvern tíma var ég þó kominn heim um miðnætti þannig að það var í lagi... En ég held að það hafi allt gengið upp með þetta verkefni. Mögnuð þessi hópavinna.
Þessi helgi fer s.s. í lestur og almennan (andlegan) undirbúning fyrir þetta blessaða próf. Lenti í ansi athyglisverðum pakka núna í síðasta tímanum fyrir prófið. Kennarinn var að fara yfir uppbyggingu prófsins og vildi meina að blöðin sem hann hélt á væru sjálft prófið sem hann ætlar að leggja fyrir okkur. Þetta skapaði sérstaka stemmingu í stofunni, ég segi ekki múgæsing en svona sérstaka stemmingu. Þetta er kannski þekktur húmor meðal kennara í HR, veit ekki. Ég sá samt húmorinn í þessu.
Veit ekkert hvað ég geri í haust, hvort maður ætlar eitthvað að stunda þetta áfram eða láta gott heita. Ég sé nú samt að það er ekki sjéns að ég ráði við meira en einn kúrs með fullri vinnu, ekki nema að afneita fjölskyldunni og þjást af síþreytu alla daga. Það væri kannski hægt að minnka við sig vinnu? Er það eitthvað sem Íslendingar gera?
Jæja, prófið á miðvikudaginn og ef ég ætla að nota fá þennan áfanga metinn inn í almenna pakkann í HR þá er takmarkið bara eitt:
A.m.k. 7 í einkunn. Shit.
Þangað til...
föstudagur, apríl 04, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli