föstudagur, maí 23, 2008

Rændur í sveitinni?

Borgaði mig inn á fyrsta fótboltaleik sumarsins í kvöld, Snæfell - Ýmir. Hefði eflaust misst andlitið en þar var búið að leka þessum upplýsingum í mig, þ.e. að það kostaði 500 kall inn á völlinn. Var nú búinn að taka mér sæti í stúkunni góðu í Stykkishólmi og leikurinn byrjaður þegar ofvirkur rukkari tók að ganga á „alla“ í stúkunni og rukkaði með miklum móð. Hótaði að henda kunningjum sínum út með það sama ef þeir borguðu ekki um hæl. Hann var meira að segja svo grimmur að hann hélt áfram að rukka þá sem slysuðust á völlinn langt fram í síðari hálfleik, fullt verð að sjálfsögðu.

Ef ekki hafði verið fyrir markasúpu þá hefði maður heimtað að fá endurgreitt en B-lið HK tók heimamenn nokkuð létt 1:6. Leikurinn fer þó í sögubækurnar sem upphaf 3. deildar ferils Tomma frænda en karlinn kom inná þegar mjög lítið var eftir og vitaskuld settur beint upp á topp. Náði þó ekki að setja mark sitt á leikinn enda takmörk hvað hægt er að gera á 3 mínútum.

Svo er stóri leikurinn á morgun en verst að Tommi er að fara til London og getur því ekki skorað fyrir Snæfell á móti Grundarfirði...

Engin ummæli: